Esjunni verður lokað í dag

Esjunni verður lokað í dag

Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að loka gönguleiðum upp Esjuna á Í dag þegar fjórum björgum verður rúllað niður fjallið nærri toppi Þverfellshornsins. Munu verkfræðingar og starfsfólk Skógræktarinnar standa á stígunum og tryggja að fólk fari ekki upp fjallið á meðan þessu stendur. Lokunin mun standa yfir frá dögun og til klukkan níu um morguninn.

Vísir greindi frá því fyrr í sumar að til stæði að loka Esjunni vegna þessarar aðgerðar. Verkfræðingur hafði kannað grjót sem voru í Þverfellshorninu og var það metið svo að ekki væri óhætt að láta þau vera óhreyfð. Var talin hætta á að þau gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp Esjuna á hverju ári.

nánar á

http://www.visir.is/g/2018180918785/esjunni-verdur-lokad-a-morgun-a-medan-bjorgum-verdur-rullad-nidur-fjallid

 

 

Nýjast