Esb stærsta framfaraskrefið

\"Er ríkisstjórnin að skipa sér á bekk með UKIP,  AfD,  Front National eða Wilders?\" spyr Ole Anton. 

Hér á hann við þjóðernis- og einangrunarsinna sem náð hafa fótfestu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). 

Fólki blöskrar skrifar Ole Anton þröngsýni og yfirkeyrð þjóðerniskennd þeirra. 

Hann segir þá staðreynd blasa við öllum sem sjá vilja að sameining Evrópu og samstarf og samhæfing krafta þjóða ásamt einum sambyggðum og sterkum gjaldmiðli - evrunni - hefur einmitt tryggt frið og framgang og velferð í álfunni síðustu 70 árin.

Evrópusambandið er því í reynd stærsta framfara- og öryggiskerfið fyrir íbúa Evrópu sem tekið hefur verið í sögu hennar.  Íslendingar hafa notið góðs af þessu. 

Þrátt fyrir þessar staðreyndir leyfir ný ríkisstjórn sér að taka þessa afstöðu til ESB í stjórnarsáttmálanum:

\"Hagsmunum Íslands er best borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.\" 

Með þessu skipa VG og Framsóknarflokkurinn sér á bekk með öfga- og ofstækisöflum álfunnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar við sitt rétta heygarðshorn.

 

Nánar    http://www.visir.is/g/2017171219678

[email protected]