Esb flytur út ilmvatn fyrir 700 ma.kr.

ESB er nettó útflytjandi ilmvatns. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 2017 flutti ESB út ilmvatn fyrir 4,6 milljörðum evra til annarra ríkja, en innflutningur var mun minni- €0,8 milljarðar. Frakkland er langstærsti útflytjandi ilmvatns Evrópu með um 40% hlutdeild og þar á eftir Þýskaland (16%), Spánn (11%) og Ítalía (11%).

Útflutningur ESB á ilmvatni fer mest til Bandaríkjanna (20%), Sameinuðu arabísku furstadæmin (8%), Rússland (8%), Sviss (6%) og Singapúr (5%).