Erla safnar fyrir málsókn

Erla Bolladóttir, einn sakborninanna í Guðmunda-og Geirfinnsmálinu sagði í viðtali við Lindu Blöndal á Þjóðbraut í gærkvöld, fimmtudag að hún furði sig á því að settur saksóknari skrifi í sína nýútkomnu greinargerð að það sé ekki hafið yfir vafa að sakborningar geti verið sekir, þótt hann krefjist sýknu núna. Davíð Þór Björg­vins­son, saksóknari sem skilaði greinargerðinni hafi verið viðstaddur vitnaleiðslur þar sem m.a. Gísli Guðjónsson réttargeðlæknir hafi lýst því að falskar játningar hefðu átt sér stað.

Erla segir þó að fréttir um að sýkna eigi alla sem dæmdir voru í málinu jákvæða en málinu af sinni hálfu sé þó ekki lokið.

Endurupptökubeiðni Erlu vegna máls dóm sem hún fékk fyrir meinsæri var á sínum tíma hafnað. Erla vinnur nú að því að safna fyrir málshöfðun á hendur ríkinu vegna þess og mun innan tíðar gera það á söfnunarvefnum karolinafund.com Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vinnur að máli Erlu.

Krafa setts saksóknara í í endurupptöku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins krefst þess að fimmmenningarnir sem dæmdir voru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar árið 1974 verði sýknaðir af öllum sökum.

Davíð Þór, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku málsins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, skilaði til Hæsta­rétt­ar í gær greinargerð um þetta. Næst fer málið fyrir Hæstarrétt.

Þjóðbraut er endursýnd í dag og einnig sjáanleg á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.