Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, gagnrýnir harðlega nýja forystu verkalýðshreyfingarinnar í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook og segir erfitt að taka þátt í „þessari svokölluðu byltingu“ hennar sem hafi hvorki hugmyndir né leiðir til lausna.

„Það sem er sorglegast í þessu er að í þeirri aðför sem búið er að gera að forystu stéttarfélaga og ASÍ eru engar hugmyndir settar fram hvernig á að leysa málin og hvert er verið að stefna,“ skrifar Guðmundur sem var felldur úr formannsstóli VM á aðalfundi félagsins í apríl síðastliðnum.

„Halda menn virkilega að allir launamenn muni sætta sig við að aðeins þeir lægst launuðu fái verulegar launahækkanir án þess að aðrir fái eitthvað svipað? Það er búið að reyna það lengi og það veldur alltaf óánægju hjá þeim sem eru með hærri laun fái þeir ekki svipaðar hækkanir og þannig verður það,“ nefnir Guðmundur.  

Nánar á


https://www.frettabladid.is/markadurinn/erfitt-a-taka-att-i-essari-svokoelluu-byltingu