Erfitt að fá gesti til að hlýða

Þörf er á aukinni landvörslu, segir á vef Umhverfisstofnunar 
 

Þar segir m.a.: „Nú er genginn í garð viðkvæmasti tími flóru náttúru. Veturinn er á undanhaldi og frost að fara úr jörðu. Gróðurinn er enn í dvala og jarðvegur mjög blautur sem gerir það að verkum að gróðursvörðurinn er einstaklega viðkvæmur fyrir traðki. Mörg náttúruverndarsvæði eru undir miklu álagi þessa dagana þar sem umferð ferðamanna er mjög mikil. Til að koma í veg fyrir að svæðin verði fyrir skaða hefur Umhverfisstofnun tekið á það ráð að lokað einstaka gönguleiðum innan svæða og einnig lokað heilu svæði eins og Fjaðrárgljúfri þar sem ástandið er hvað verst\".

Sagt er frá því að erfiðlega hafi gengið að fá gesti náttúruverndarsvæða til að virða lokanir þar sem landverðir eru ekki í reglulegu eftirliti. Mörg náttúruverndarsvæði hafa liðið fyrir það að ekki sé þar landvarsla yfir vetrarmánuðina.

Umfjöllun þessa efnis er á vef Umhverfisstofnunar: