Erfið barátta við eld í perlunni

Erfiðlega hefur gengið að slökkva eldinn í Perlunni sem kviknaði á þriðja tímanum í dag.

Logað hefur klæðningu í tankinum hægra megin við innganginn, en klæðningin gengur hringinn í kringum húsið og inn í það, að því er Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við RÚV.

„Hér er mikill tölvubúnaður og hér átti að fara að opna sýningu. Þetta verður töluvert tjón já, því miður,“ segir Birgir. Hann segir að enginn hafi verið í hættu vegna eldsins en húsið var rýmt um leið og hans varð vart.