Er sparnaður íslendinga of mikill?

Gylfi Magnússon, dósent við HÍ og nýr formaður bankaráðs Seðlabankans, telur að eiginfjárhlutfall bankanna sé ekki of hátt, en það er í kringum 25% og finnst mörgum nóg um. Hann var gestur í þætti Jóns G. Haukssonar í gærkvöld. Varðandi skráningu stærstu bankanna þriggja á markaði telur Gylfi gott skref að skrá einn þeirra til að byrja með, en í umræðunni hefur verið að Arion banki verði skráður í kauphöllinni síðar á þessu ári. Þá er Gylfi spurður út í þau sjónarmið sín að íslensku lífeyrissjóðirnir séu að verða of stórir fyrir íslenska efnahagskerfið. Hann er spurður að því í þættinum í kvöld hvort svo sé komið að sparnaður Íslendinga sé orðinn of mikill?