Er innanlandsflug dýrara en Evrópuflug?

Túristi skrifar:

Er innanlandsflug dýrara en Evrópuflug?

Norðmaður sem bókar í dag far frá Frøde, Þrándheimi eða Røros til Óslóar borgar að jafnaði 36% minna fyrir ferðalagið en sá sem ætlar að fljúga frá Ósló til Amsterdam, London eða París á næstunni. Og Svíi sem pantar innanlandsflug til Stokkhólms borgar 35% minna en farþeginn sem flýgur frá sænsku höfuðborginni til evrópsku borganna þriggja. Og verðmunurinn er líka innanlandsfluginu í hag þegar borin eru saman lægstu fargjöldin með Air Iceland Connect frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Þau eru að jafnaði 29% lægri en farþegum á Keflavíkurflugvelli býðst ef ferðinni er heitið til Parísar, London eða Amsterdam. Meðalverðið hjá flugfélaginu Ernir, til Reykjavíkur frá Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjum, er hins vegar 1% hærra en Evrópuflugið kostar en þess ber að geta að hjá Erni fá félagsmenn í ákveðnum stéttarfélögum ódýrari farmiða en almennir farþegar.

 

Lesa alla frétt á www.turisti.is 

Nýjast