Er Bjarni búinn að finna næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Eyjan.is er með þessa umfjöllun

Er Bjarni búinn að finna næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, veltir upp þeirri spurningu hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé búinn að finna næsta formann flokksins.

Þetta gerir Össur á Facebook-síðu sinni þar sem hann skrifar um liðna viku í íslenskum stjórnmálum, sem var sú viðburðaríkasta á árinu til þessa. Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu svokallaða og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við embættinu.

„Í stöðunni fannst mér vel til fundið hjá Bjarna að fela Þórdísi Kolbrúnu dómsmálin. Dómskerfið var komið í algjört uppnám, með landsrétt óvirkan, og mikið verk að greiða úr þeirri flækju. Í þann mokstur þarf einhvern með meira en nasasjón af ráðuneytinu, þekkingu á lögfræði en fyrst og fremst “safe pair of hands.” Allt þetta hefur hinn ungi ráðherra til að bera.“

Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/18/er-bjarni-buinn-ad-finna-naesta-formann-sjalfstaedisflokksins/

 

Nýjast