Ensku miðlarnir gera grín að þjóðverjum

Heimsmeistarar Þjóðverja eru úr leik á HM í fótbolta í Rússlandi og engir virðast hafa meira gaman af því en einmitt Englendingar. 

HM í Rússlandi 2018 verður fyrsta heimsmeistarakeppnin í meira en hálfa öld þar sem enska landsliðið endar ofar en það þýska eða síðan að Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 eftir sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. 

Enska landsliðið hefur skorað átta mörk í keppninni og er komið áfram fyrir fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu tveimur af þremur leikjum sínum, skoruðu bara tvö mörk í allri keppninni og voru aðeins yfir í eina mínútu samtals á 270 mínútum sínum á HM 2018.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180628888/ensku-midlarnir-gera-grin-ad-thjodverjum