Gjaldtaka í sjávarútvegi

Lög um fiskveiðar

Gjaldtaka í sjávarútvegi

Fyrsta grein laga um fiskveiðistjórnun er ótvíræð. Lögin eiga að tryggja trausta atvinnu og byggð á Íslandi. Áform HB Granda um að flytja bolfiskvinnslu frá Akranesi til Reykjavíkur þýðir að eitthundrað manns missa vinnuna hjá HB Granda á Akranesi. Þetta áform  HB Granda vekur upp spurningu um hvort og hvernig megi tryggja að fyrsta grein laga um fiskveiðistjórnun virki eins og til er ætlast.

Fréttablaðið hefur það eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra að fyrirhugað er að setja á fót þverpólitíska nefnd sem ætlað er að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi.

Akranesbær og Faxaflóahafnir hafa boðist til að leggja út í milljarða framkvæmdir á Akranesi og nota til þeirra framkvæmda opinbert fé sem aflað er með skattheimtu. 

Framganga HB Granda á Akranesi að undanförnu hefur dregið fram mikilvægi þess að hugað sé að þessum þætti löggjafar um fikveiðistjórnun og fyrirkomulag um gjaldtöku í sjávarútvegi segir Fréttablaðið og hefur það eftir sjávarútvegsráðherra.

Nánar www.rúv.is  www.frettabladid.is

Nýjast