Forsetar hittast

Fyrsti fundur nýs forseta Frakklands og Rússlands var fyrr í dag í Versalahöllini. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi og Rússlandi segja efnt til fundarins til að deila upplýsing um flókin samskipti Rússlands við Evrópusambandið.

Frakkar vilja tryggja að Rússar finni að Emmanuel Macron er fyrst og fremst búhygginn og útsjónasamur franskur stjórnmálamaður en þó dyggur Evrópusinni.

Macron forseti vill þess utan árétta við Rússa að hann er ólíkur Holland forvera sínum - ólíkur í því að Macron setur hagsmuna Frakklands ávallt í öndvegi. Á það bæði við um Krím skagann og Sýrland.

Macron vill þess utan koma Vladimir Putin fyrir sjónir sem forseti Frakklands sem ver með oddi og egg grundvallaratriði og svo sem franskur pólitíkus vill Macron færa sér fundinn með Vladimir Putin í nyt innan NATO og ESB. 

Emmanuel Macron var legið á hálsi í kosningabaráttunni fyrr á þessu ári að hann væri án reynslu í utanríkisnmálum. Macron þarf að sýna að hann hefur full tök á þeim málum. 

Vera má að Rússar sjái sér hag í að eiga góð samskipti við þennan nýja forseta Frakkland. Þó ekki til annars en sýna að Rússar óska eftir að eiga náið samstarf við Frakkland og við Evrópusinnaðan forseta Frakklands sem getur gert sitt til að aflétt verði viðskiptaþvingunum sem ESB beitir Rússland.

Samskipti þjóðanna kólnuðu nokkuð þegar Holland forseti  stöðvaði afhendingu tveggja herskipa - Mistral flugmóðurskipin - sem byggð voru fyrir rússneska úthafsflotann og Rússlandi hafði greitt fyrir. 

rtá