Uppgangur ferðaþjónustu

Von á að 2,3 milljónir ferðamanna komi í ár

Uppgangur ferðaþjónustu

Ferðaþjónustufyrirtækin hafa mörg hver selt eða bókað ferðir fram í tímann til Íslands. Gengisþróunin kemur sérlega illa við þau. Styrking krónunnar undanfarin misseri hefur mikil áhrif á útflutningsgreinarnar. Þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin. En er þessi markaður ekki að leita einhvers jafnvægis?  Íslensk ferðaþjónusta hefur sannarlega búið við vöxt án hliðstæðu undanfarin misseri. 

Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) kveðst ekki hafa áhyggjur þó erlend ferðaheildsölufyrirtæki afbóki fyrirhugaðar ferðir til Íslands næsta sumar. Grímur segir: "Ég vil frekar að Ísland sé dýrt heldur en ódýrt ef það er vangaveltan. Auðvitað þarf alltaf að leita jafnvægis í þessu eins og í öðru."   

Grímur gat þess í ræðu formanns SAF á Ferðaþjónustudeginum 2017 að ferðaþjónustan hefur farið úr því að vera litli bróðir í atvinnulífinu yfir í að vera langstærsta og öflugasta útflutningsatvinnugrein landsins á örfáum árum. Greining mun skila á sjötta hundrað milljarði króna í erlndum gjaldeyri í þjóðarbúið á þessu ári.

Það er óumdeilt sagði Grímur að það er fyrst og fremst íslenskri ferðaþjónusut að þakka að nú hefur verið unnt að aflétta gjaldeyrishöftum. Það eru "mikið vonbrigði að Seðlabankinn hafi látið kné fylgja kviði og ekki lækkað vexti í gær. En lengi skal manninn reyna og ég vona að húsráðendur þar á bæ sjái að sér strax á næsta vaxtaákvörðunardegi." sagði Grímur Sæmundsen formaður SAF.     

Nánar www.mbl.is og www.saf.is

Nýjast