Bensínverð hækkar

Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um 4 krónur frá því um miðjan desember þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Hlutur ríkisins er nú rúmlega 58% af útsöluverði bensíns. Hlutur ríkisins hefur aldrei verið hærri. Það munar mest um hækkun opinberra gjalda samanber fjárlög ársins 2017.

Bens­ín­verð á Íslandi er fjórum krónum hærra núna, um miðjan jan­ú­ar, en það var í des­em­ber. Þetta sést í bens­ín­vakt Kjarn­ans þar sem skoða má sund­ur­liðað bens­ín­verð og þá kostn­að­ar­liði sem mynda bens­ín­verð hér á landi. Skýra má stærstan hluta hækk­un­ar­innar með hækk­unum opin­berra gjalda en hlutur rík­is­ins í bens­ín­verði hefur aldrei verið meiri en hann er nú 58,22 pró­sent.

Almennt bensíngjald hækkaði úr 25,6 krónum á lítrann í 26,60 kr, sérstakt bensíngjald hækkaði úr 41,3 krónum í 43,25 krónur og kolefnisgjald hækkaði um 25 áura á líter en það er nú 5,50 krónur.