Með typpið út í loftið í vínbúðinni á hvammstanga: „ég frýs og bara þóttist ekki sjá neitt“

„Stuttu seinna kemur maðurinn aftur inn og segir: „Það áttu víst að vera tvær kippur“. Ekkert mál, ég afgreiði hann með seinni kippuna og í miðri afgreiðslu tek ég eftir að maðurinn er búinn að toga typpið á sér út um buxnaklaufina og stendur þarna fyrir framan mig með typpið út í loftið.“ 

Þetta segir starfsmaður vínbúðarinnar á Hvammstanga en starfsmaðurinn opnaði sig fyrst á Facebook. Í samtali við Hringbraut kveðst starfsmaðurinn hafa verið ein að afgreiða þegar atvikið átti sér stað. Þekkti hún ekki einstaklinginn sem tók út getnaðarlim sinn í versluninni. 

„Ég frýs og bara þóttist ekki sjá neitt, hann tók hann ekki út fyrir framan mig, hann var bara með hann úti þegar hann kom aftur inn. Ég er svo sem enginn sérfræðingur um typpi þar sem ég er ekki með neinn,“ segir starfsmaðurinn og bætir við: „Kannski datt hann bara út, ég veit það ekki“.

Þá bætir hún við að maðurinn hafi ekki verið sjáanlega ölvaður og telur að maðurinn hafi verið á sextugsaldri. 

Myndavélar eru í versluninni en samkvæmt heimildum Hringbrautar sást andlit mannsins ógreinilega og þar af leiðandi ekki hægt að bera kennsl á einstaklinginn sem tók út getnaðarliminn í vínbúðinni.