Báðar upp­sagn­irn­ar rétt­mæt­ar

mbl.is greinir frá

Báðar upp­sagn­irn­ar rétt­mæt­ar

Upp­sögn Áslaug­ar Thelmu Ein­ars­dótt­ur, for­stöðumanns hjá Orku nátt­úr­unn­ar, í haust var rétt­mæt. Það á sömu­leiðis við um upp­sögn Bjarna Más Júlí­us­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku nát­úr­unn­ar. Í út­tekt­inni er að finna ábend­ing­ar um fram­kvæmd upp­sagn­anna og hvatt er til að skerpt verði á verk­ferl­um.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í niður­stöðu út­tekt­ar á starfs­manna­mál­um OR sem kynnt­ar voru á blaðamanna­fundi í dag. 

Áslaug Thelma fékk skýr­ing­ar á upp­sögn sinni en í niður­stöðum út­tekt­ar­inn­ar seg­ir að frek­ari skýr­ing­um sem boðnar voru fram á fundi með henni hafi verið hafnað. Í skýrsl­unni seg­ir jafn­framt að Áslaug Thelma hefði átt að fá skrif­leg­ar skýr­ing­ar þegar við upp­sögn. 

Bjarni snýr aft­ur til starfa

Á fund­in­um var einnig til­kynnt að Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, snýr aft­ur til starfa þriðju­dag­inn 28. nóv­em­ber, en hann steig til hliðar á meðan málið var til skoðunar og hef­ur Helga Jóns­dótt­ir sinnt starfi for­manns OR í hans fjar­veru. Þá mun Þórður Ásmunds­son, sem átti að taka við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Orku nátt­úr­unn­ar, sömu­leiðis snúa aft­ur eft­ir leyfi. 

Starfs­fólk OR al­mennt ánægt í starfi

Í niður­stöðu út­tekt­inn­ar seg­ir að vinnustaðar­menn­ing hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um sé betri en geng­ur og ger­ist á ís­lensk­um vinnu­markaði. Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir, formaður stjórn­ar OR, er í heild­ina ánægð með niður­stöðu könn­un­ar á vinnustaðar­menn­ingu hjá OR og dótt­ur­fyr­ir­tækj­un­um.  

„Í ljósi þess hvernig umræðan þróaðist þá var mik­il­vægt að skoða hvort brotið hafði verið á fólki eða hvort að ásak­an­ir um óheil­brigða vinnustaðamenn­ingu ættu við rök að styðjast. Niður­stöðurn­ar staðfesta að svo er ekki. Við tök­um ábend­ing­arn­ar í skýrsl­unni al­var­lega og mun­um vinna skipu­lega úr þeim. Áreitni og einelti eiga ekki að líðast,“ er haft eft­ir Bryn­hildi í til­kynn­ingu frá OR. 

Meðal helstu niðurstaða könn­un­ar sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ gerði meðal starfs­fólks OR og dótt­ur­fé­laga í októ­ber er að starfs­ánægja er meiri meðal kvenna hjá OR held­ur en karla og að starfs­ánægja er um­tals­vert meiri en mæl­ist al­mennt á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Í niður­stöðunum kem­ur einnig fram að 0,7% starfs­manna hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni í starfi sínu hjá OR á síðustu 12 mánuðum, sem er tals­vert minna en geng­ur og ger­ist á vinnu­markaði. Þá hafa 3% starfs­manna orðið fyr­ir einelti í starfi sínu hjá OR síðustu 12 mánuði, sem er einnig minna en geng­ur og ger­ist á ís­lensk­um vinnu­stöðum.

Nýjast