Andri már í skot­línu endur­skoðenda

Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primerasamstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Endurskoðendur félaganna hjá Deloitte segja víkjandi lán frá tengdum aðila sem Primera Air var veitt í fyrra upp á 20,9 milljónir evra, sem breytti neikvæðri eiginfjárstöðu félagsins í jákvæða um 4,6 milljónir evra í árslok 2017, flokkist sem eiginfjárgerningur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá feli innleystur hagnaður á árinu 2017 upp á 13,3 milljónir evra vegna sölu á flugvélum, sem ekki var búið að afhenda, í sér breytingu á gangvirðismati þar sem um sé að ræða afleiðusamninga. 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/markadurinn/andri-mar-i-skotlinu-endurskoenda