Væri „gríðarlegt tjón“ að ganga úr ees

„Það sem við erum að finna er að það er ákveðin óþreyja hjá ákveðnum hópi í sam­fé­lag­inu sem finnst að það þurfi að ræða meðal ann­ars krón­una og pen­inga­mála­stefn­una,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar í sam­tali við blaðamann mbl.is. Viðreisn kynnti áhersl­ur sín­ar fyr­ir kom­andi þing­vet­ur á blaðamanna­fundi í morg­un.

Þor­gerður Katrín seg­ir að Íslend­ing­ar, sem ferðist nú meira en áður, spyrji sjálfa sig að því af hverju Ísland þurfi að vera svona dýrt. „Við erum að segja, það þarf ekki að vera það,“ seg­ir Þor­gerður Katrín.

„Við stjórn­mála­menn­irn­ir get­um gert þetta sjálf með ákveðnum ákvörðunum, með því til dæm­is að breyta um pen­inga­mála­stefnu, sem ég segi að sé eft­ir­spurn eft­ir, fólk er að sjá þenn­an vaxta­kostnað og mat­ar­kostnað, þetta eru bara slá­andi töl­ur sem tala sínu máli,“ seg­ir Þor­gerður Katrín og vís­ar þá til sam­an­b­urðar á þess­um út­gjaldaliðum við önn­ur Norður­lönd.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/08/vaeri_gridarlegt_tjon_ad_ganga_ur_ees/