Niðurlæging íslenskrar þjóðar

Björn Þorfinnsson skrifar á dv.is

Niðurlæging íslenskrar þjóðar

Það er með miklum ólíkindum að skipuleggjendur hátíðarfundarins á Þingvöllum hafi aldrei í ferlinu spurt sig að því hvort þeir væru á réttri leið á vegferð sinni að þessum merku tímamótum. Að það væri bara frábær hugmynd að eyða stórfé í risastórt svið og hljóðkerfi á Þingvöllum, bruna þangað með elítuna í lögreglufylgd,  fá umdeildasta þingmann Norðurlanda til þess að halda ávarp, bruna síðan aftur í bæinn og spara ekkert til í að fóðra liðið og hella það blindfullt á Hótel Sögu. Til hamingju með daginn ykkar, Íslendingar.

Að sjálfsögðu var síðan samþykkt að hjóla í einhver duttlungaverkefni. Gefa út rándýra bók sem lítil þörf er fyrir sem og að stofna sjóð þar sem fimm flokksgæðingar fá sæti í stjórn og fá eflaust ríkulegar þóknanir fyrir að deila út skattfé. Enn stækkar báknið jafnt og þétt. Sjálfstæðismenn klappa fyrir því á sinni vakt en segjast svo vera á öndverðum meiði í næstu kosningum. Það eina sem var þarft að gera var að smíða nýtt hafrannsóknarskip. Við þurfum að vera vel tækjum búin þegar kemur að eftirliti og rannsóknum á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar sem hefur skapað svo mörgum úrvalsfjölskyldum ævintýraleg auðæfi. Miðað við þessar fáránlegu aðstæður sem skipasmíðin var samþykkt við þá er alveg hægt að slá því föstu að smíði skipsins fer að minnsta kosti þrefalt fram úr kostnaðaráætlunum.

 

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/07/20/nidurlaeging-islenskrar-thjodar/

Nýjast