Óásættanlegur harmleikur

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um það sem er talið vera dráp á afar fágætri tegund hvals við Íslandsstrendur. Kristján Loftsson, eigandi og forstjóri Hvals hf., var til viðtals hjá bandarísku fréttaveitunni CNN og hjá breska fjölmiðlinum the Telegraph. Þá er fjallað um málið á BBC,  í breska miðlinum the Expressþar sem talað er um „óásættanlegan harmleik“. Auk þeirra hafa the Daily Mailthe Scotsman og ýmis dýraverndunarsamtök fjallað um málið.

Þá hafa margir erlendir fjölmiðlar falast eftir viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málsins en hún er stödd þessa dagana í Brussel á fundi NATO-ríkjanna.

Nánar á www.stundin.is