Danskir miðlar verjast netrisum

Danskir miðlar verjast netrisum

Danska ríkisstjórnin hyggur á aðgerðir til að stuðla að betra rekstrarumhverfi danskra fjölmiðla og gera þá betur í stakk búna til þess að verjast samkeppni alþjóðlegra netrisa á borð við Google, Facebook, Amazon og Netflix. Samkomulagið tekur til margvíslegra þátta, allt frá stofnun nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva til stuðnings við danska kvikmyndagerð og meira frjálsræðis í reglum um auglýsingar.

Er m.a. kveðið á um ríkisstuðning við net- og prentmiðla, en danska ríkisútvarpið skal fara úr almennri fjölmiðlastarfsemi og afþreyingu. Það á að einbeita sér að fréttum, upplýsingum, menningu og fræðslu fyrir börn og ungt fólk og á að minnka útgjöld sín um fimmtung fyrir árið 2023.

Nýjast