Nútíð og fortíð Palestínu

Sverrir Agnarsson skrifar;

Nútíð og fortíð Palestínu

Það er ekki hægt að skilja núverandi ástand í Palestínu nema að vita hvað gerðist þar frá því að Sþ samþykkti skiptingu landsins í des 1947 og þar til breska verndarsvæðið var formlega lagt niður í júní 1948. 

Þessa sex mánuði voru Bretar að undirbúa brottför og stjórnsýsla þeirra í Palestínu að mestu til málamynda. Þenna tíma nýttu Zionistarnir sér vel og samtök þeirra, Irgun og Stern, sem voru velvopnaðar og skipulagðar hryðjuverkasveitir, undir stjórn gama Zionistagenginsins, fengu tiltölulega frjálsar hendur til að sölsa undir sig landsvæðií Palestínu. Leiðtogar þeirra voru velmenntaðir Evrópumenn með úthugsuð og skír markmið en þjóðernishreinun var lykilatriði í þeirra stefnu.
Palestinumenn voru aftur á móti illa skipulagir og veittu littla mótspyrnu sem helst fólst í tilfiningaþrútnum og oft mannskæðum uppþotum í nokkrum af stærri bæjunum sem dugðu lítt gegn velskipulögðum sveitum Zíonistanna og á sex mánað tímabili voru 700.000 Palestínumenn hraktir brott frá meira en 400 bæjum og þorpum með eldvörpum, fjöldamorðum, aftökum og nauðgunum.

S.k. innrásarstríð Araba hófst ekki fyrr en eftir stofnun Israelsríkis 1948 mörgum mánuðum eftir að Sþ samþykkti skiptinguna. Arabaríkin gátu ekki beitt sér til stuðnings Palestínumönnum meðan svæðið var undir stjórn Breta enda allar undir óformlegri stjórn þeirra og háð þeim um stuðning.

Palestínmenn elska land sitt eins og akuryrkju og kvikfjárræktendum er eðlislægt. Afkomendur þeirra geyma margir enn gömlu húslykla foreldranna og flóttamannabúðirnar í Líbanon heita eftir þorpunum sem var eytt árið 1948 .t.d. Sabra og Shatila.

Þessa sagnfræði skrifar t.d. Benny Norris einn af virtustu sagnfræðingum Israela upp á, ásamt flestum sagnfræðingu Israela í dag. Það er ótrúlegt að sjá skrif fóbanna hér upp á Íslandi - skrif sem þættu úrelt sagnfræði í Israel í dag.

Nýjast