Flokksráð vg hefur síðasta orðið

Það sem VG sögðu einkar skýrt fyrir kosningar var að VG vinna að umbótum með öllum og því snýst vinna oddvita VG í þessum stjórnamyndunartilraunum um það hvort VG tekst að efna það sem þeir sögðu skýrt fyrir kosningarnar.

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG rifjar upp þetta og annað í pistli á Facebook sl. mánudag. 

Ari Trausti minnir á að sennilega verður til töluvert plagg sem tekur daga að vinna og þingflokkur VG þarf síðan að taka fyrir. 

Þingflokkur vísar þessu plaggi til flokksráðs.  Að þvi tilskyldu að þingflokkurinn sé nægilega ánægður.  Fokksráð samþykkir eða synjar  -  kannski með óskum um breytingar  -  eða synjar alfarið.  Það er mergur málsins  -  eða synjar alfarið.

Heimildir Hringbrautar innan VG telja núna að meiri líkur en minni séu á að flokksráð VG samþykki plaggið svo fremi sem umbætur VG ná fram. 

Umbætur í velferðamálum og innviðum og í jafnréttis- og kjaramálum og almennilegri sókna í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Landskjörnir fulltrúar í flokksráði VG eru fjörutíu.  En auk þeirra eiga sæti í ráðinu aðalmenn í stjórn og þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar VG og formenn kjördæmisráða og svæðisfélaga auk fulltrúa ungliða í VG og Eldri vinstri grænna.   

[email protected]