„þessir menn geta ekki setið á alþingi íslendinga"

Um­mælin sem þing­menn Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins létu falla 20. nóv­em­ber á barnum Klaustri lýsa niðurlægjandi viðhorf­um til kvenna sem starfa með þeim á þingi.
Stundin og DV hafa birt þessar samræður úr upptökum sem blaðið hefur undir höndum.
Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis mæta til Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld.
 
Þing­menn Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins létu falla ummæli um sam­starfs­menn sína á þingi á barn­um Klaustri í síðustu viku, litlum og hljóðlátum bar og þarna sat inni fleira fólk sem heyra mátti glöggt hvað sagt var. Þetta var formaður og varaformaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason samflokksmaður og Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki.  Einnig Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson frá Flokki fólksins.
 
Engin leið að þeir sitji áfram
Oddný sér enga leið til þess að umræddir þingmenn sitji áfram á þingi. „„Þessir menn geta ekki setið á Alþingi Íslendinga. Eigum við að bjóða Albertínu upp á það að sitja á Alþingi með þessum mönnum?“, spyr hún og á við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, unga konu og nýjan þingmann Samfylkingarinnar en í samtalinu á barnum segjast bæði Gunnar Bragi og Bergþór báðir hafa sögur af Albertínu Friðbjörgu, þingmanni Samfylkingarinnar, þar sem hún átti að hafa gengið á þá með kynlífi og áreitt sig kynferðislega. Þingkonurnar segja þetta dapran dag á Alþingi og þetta sé einmitt það sem öll baráttan hafi gengið út á að útrýma undanfarið. Hanna Katrín segir flaggskip jafnréttisbarátunnar í utanríkisþjónustunni stórskaddað en Gunnar Bragi fór fyrir Heforshe átakinu, stofnaði „Rakarastofuna“ og átti samstarf við Emmu Watson leikkonu í því – en þar sagði hann karla þurfa að fara taka ábyrð á kynbundinni umræðu og laga viðhorf sín.
 
Fjöldi þingkvenna niðurlægður
Konur, samkynhneigðir og fatlaðir eru niðurlægðir í orði og mikið á kynferðislegan máta -  Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður framóknar er köllu hættuleg kunta, Oddný G. Harðar veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt Inga Sæland er snarklikkuð, kannað grenja en ekki stjórna, Unnur Brá Konráðsdóttir kræf kerfiskelling. Hvatti Gunnar Bragi Sveinsson til þess að „hjóla í helvítis tíkina“. Þá virðast ummæli þar sem Lilja er sögð hafa „engan kynþokka“, og kynþokka sem sé „einn og þrettán“ og vísar til Lilju Alfreðsdóttur.
Þingmennirnir hafa keppst við í dag að draga ummæli sín til baka og biðja viðkomandi konur afsökunar og alla hluteigandi.
 
Ummælin sem látin eru falla um þingkonur eru til dæmis þessi:
Hjólum í helvítis tíkina
Hún er algjör apaköttur
Hún er húrrandi klikkuð kunta
Hún er fokking tryllt
Hún er helvíti sæt stelpa
Hún er kræf kerfiskerling
Hún er miklu minna hot í ár
Hún getur grenjað en ekki stjórnað
Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt
 Gert er grín að Freyju Haralds sem er fötluð og var varaþingmaður eitt sinn og Friðrik Ómar fær líka pillu sem hommi.