Engeyingar tapa á kynnisferðum

Afkoma Alfa hf., félags sem heldur utan um hlut Engeyinga og viðskiptafélaga þeirra í Kynnisferðum og Tékklandi bifreiðaskoðun, dróst saman um 362 milljónir króna í fyrra og var neikvæð um 198,2 milljónir. Munar þar mestu um 297 milljóna tap Kynnisferða ehf. árið 2017.

Alfa hf. á 65 prósenta hlut í Kynnisferðum á móti SF VII ehf., sem er í eigu SÍA II slhf., fagfjárfestasjóðs í rekstri Stefnis, sjóðsstýringarfyrirtækis Arion banka. Helstu eigendur Alfa eru foreldrar, bróðir, föðurbróðir og nánustu frændsystkini Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og viðskiptafélagar þeirra. Sjálfur er Bjarni eina barn þeirra Einars og Benedikts Sveinssona sem er ekki á hluthafalista félagsins, en ólíkt eiginkonu Einars Sveinssonar á eiginkona Benedikts, móðir Bjarna, um 10 prósenta hlut í Alfa.

Nánar á 

https://stundin.is/grein/7373/200-milljona-tap-hja-modurfelagi-kynnisferda/