Elva hrækti á vigfús og kallaði hann ógeðslegan morðingja

Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Suðurlands gegn Vigfúsi Ólafssyni og Elvu Marteinsdóttur í dag vegna bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann.
 
Par lést í eldsvoðanum síðastliðin október. Samkvæmt Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingi, lést parið vegna reykeitrunar. Kunz sagði að hvorugt þeirra hafi verið með útlæg merki um höggáverka. Meinafræðileg ummerki um innri áverka á líffæri hafi heldur ekki verið greinanleg. Þannig að samkvæmt krufningu er ekkert sem bendir til þess að eitthvað annað hafi orðið þeim að bana.
 
Einnig tók Kunz fram að parið hafi verið undir áhrifum bæði lyfja og áfengis, sem hafi gert það að völdum að þau hafi ekki orðið vör við eldinn fyrr en of seint. Vigfús sagði fyrir rétti að hann hafi munað eftir því að hafa kveikt í pizzukassa í stofunni. Allt í einu hafi stofan verið alelda, en hann hefði reynt að slökkva eldinn með bjór. Sagði hann einnig að hann hafi yfirgefið húsið þegar hann áttaði sig á því að hann gæti ekki slökkt eldinn. Á Vísi segir að parið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst parið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum.
 
Í skýrslutöku sögðu sjúkraflutningarmennirnir og lögreglumennirnir að þegar þeir hafi komið að brunanum hafi þeir heyrt hróp innan úr húsinu, en það hafi hins vegar verið algjörlega ómögulegt að fara inn í húsið til að bjarga fólkinu vegna mikils elds.
 
Lýstu lögreglumennirnir því að Elva hafi verið mjög reið út í Vigfús þegar þau stóðu fyrir utan brennandi húsið. „Þú ert ógeðslegur morðingi,“ sagði Elva og hrækti á Vigfús. Þegar lögreglan færði Vigfús inn í lögreglubifreið spurði Vigfús ítrekað lögreglumennina hvort hann væri orðinn morðingi. 
 
Lögreglumaður sem stýrði rannsókninni segir að þegar lögreglumenn komu upphaflega á staðinn hafi verið unnið út frá þeirri tilgátu að framið hefði verið morð og síðan kveikt í húsinu til að hylma yfir þann ásetning. Aðgerðir á vettvangi hafi miðað að því, en einnig að koma í veg fyrir skaða sem gætu hlotist af asbesti sem var í húsinu. Á Vísi segir að parið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst parið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum.