Ella Fitzgerald, Clinton og Kim Kardashian

Guðrún Kristmundsdóttir hjá Jóni G. í kvöld:

Ella Fitzgerald, Clinton og Kim Kardashian

Guðrún Kristmundsdóttir
Guðrún Kristmundsdóttir

Guðrún Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bæjarins bestu pylsur, er einn gesta Jóns G. í kvöld. Í bráðskemmtilegu viðtali fara þau yfir sögu þessa fræga fyrirtækis. Þetta er fjölskyldufyrirtæki af bestu gerð og heyrir Guðrún til þriðju kynslóðar fjölskyldunnar sem heldur utan um reksturinn. Pylsuvagninn í Tryggvagötu var fluttur á sinn gamla stað í síðustu viku. Margt ber á góma í viðtalinu, meðal annars að frægir gestir eins og Ella Fitzgerald, Bill Clinton og Kim Kardashian hafa fengið sér eina með öllu á Bæjarins bestu. Hróður pysluvagnins hefur löngu borist út fyrir landsteinana.

Nýjast