Elín Oddný næst á eftir Lív

Forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík:

Elín Oddný næst á eftir Lív

Rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík fór fram í gærdag og var þar valið í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí næstkomandi. Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Líf Magneudóttir.

2. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir.

3. sæti Þorsteinn V. Einarsson.

4. sæti Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm.

5. sæti René Biasone.

Nýjast