Elías er látinn: „spurði aldrei hvað valur gæti gert fyrir hann“

\"\"Elías Her­geirs­son, fyrr­ver­andi aðal­bók­ari í Héðni, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni 7. októ­ber, 81 árs að aldri. Elías var knatt­spyrnumaður á sín­um yngri árum og gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Val og Knatt­spyrnu­sam­band Íslands. Var hann formaður Vals og einnig gjaldkeri KSÍ. Þá varð hann Íslandsmeistari með Val. Greint er frá andláti Elísar í Morgunblaðinu.

Elías hóf að sparka bolta með KR-ing­um á Fram­nesvell­in­um en gekk í Val og æfði og keppti í knatt­spyrnu með fé­lag­inu í öll­um ald­urs­flokk­um. Hann varð nokkr­um sinn­um Íslands­meist­ari og Reykja­vík­ur­meist­ari í yngri flokk­um og lék 100 keppn­is­leiki með meist­ara­flokki á ár­un­um 1956 til 1962, varð Íslands­meist­ari 1956.

Elías sat í stjórn knatt­spyrnu­deild­ar Vals og var formaður í fjög­ur ár, sat í aðal­stjórn Vals, í stjórn Knatt­spyrnuráðs Reykja­vík­ur og í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands í tólf ár, þar af gjald­keri í níu ár. Hann æfði og keppti á skíðum með Ármanni á unglings­ár­um. Elías var sæmd­ur heiður­skrossi ÍSÍ.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Elías­ar er Val­gerður Anna Jón­as­dótt­ir skrif­stofumaður. Þau eignuðust fjög­ur börn, Her­geir, Mar­gréti, Ragn­heiði og Jón­as.

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, minnist Elísar í Morgunblaðinu í dag.

„Valur er ekkert annað en ég, þú og allir hinir,“ var sagt fyrir margt löngu og vissulega vegnar hverju íþróttafélagi misvel og þar eru margir áhrifavaldar þar sem hver einstaklingur leikur misstórt hlutverk.

Knattspyrnufélagið Valur sér nú á bak einum af sínum allra bestu sonum þegar Elías Hergeirsson er kvaddur. Vinnusemin, heilindin og hið jákvæða lundarfar voru meðal einkenna þessa góða drengs.

Elías spurði aldrei hvað Valur gæti gert fyrir hann, það var alltaf á hinn veginn, og það var ekki tilviljun að við félagar í fulltrúaráðinu ákváðum að Elías yrði fyrstur til að veita viðtöku Friðrikshattinum þegar sú venja var tekin upp í tengslum við jólafund ráðsins.

Elías, sem kom úr Vesturbænum, varð Íslandsmeistari með Val 1956 og eftir að farsælum keppnisferli lauk tóku félagsstörfin við, þ.á m. formennska í knattspyrnudeildinni og seta í aðalstjórn félagsins. Starfsvettvangur Elíasar var lengst af Vélsmiðjan Héðinn og var gaman að koma þangað forðum daga þegar þeir voru þar þrír saman, Elías, Friðjón B. Friðjónsson og Róbert Jónsson, allir gegnheilir Valsarar sem unnu sínu félagi heitt.

Auk starfanna fyrir Val sat Elías í stjórn KRR og var í mörg ár gjaldkeri KSÍ. Allt þetta hefði ekki getað gengið nema fyrir stuðning eiginkonu hans og barna, en Valgerður og Elías voru sannarlega glæsileg saman.

Innilegar samúðarkveðjur og þakkir eru hér sendar til fjölskyldunnar og fjölda vina. F.h. fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson.“

Útför Elías­ar fer fram frá Hall­gríms­kirkju í dag.