Eldurinn kviknaði út frá logandi sígarettu - húsráðandi var færður í fangageymslu

Þann 9. júlí síðastliðinn kviknaði í íbúð að Eggertsgötu 9. Mikill eldur kom upp, en slökkviliðið var snöggt að ráða niðurlögum eldsins. Konan sem býr í íbúðinni var færð í fangageymsluna á Lögreglustöðinni í Hverfisgötu eftir brunann. Var hún sögð vera í annarlegu ástandi.

Eftir rannsókn lögreglu á brunanum kom í ljós að eldur hafi kviknað út frá logandi sígarettu. Samkvæmt lögreglunni sofnaði konan með sígarettu í hönd sem leiddi til þess að það kviknaði í sængurfötum og barst eldurinn mjög fljótt út um íbúðina. Lögreglan segir að konan hafi sem betur fer vaknað og komist út úr íbúðinni í tíma.