Mikil ásókn í íbúðir við Árskóga

Eldri borgarar:

Mikil ásókn í íbúðir við Árskóga

Í fjórða þættinum af Lífið er lag verður  í kvöld rætt við Elínu Sigurgeirsdóttur, formann tannlæknafélags Íslands um tannheilsu og kostnaðarþáttöku ríkisins sem hefur dregist verulega aftur úr frá gjaldskrá sem var upphaflega gefin út árið 2004. 

Þá verður rætt við Gísla Jafetsson framkvæmdastjóra FEB um nýbyggingu 68 íbúða við Árskóga.  Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðunum sem seldar verða á lægra verði en almennt gerist á markaðnum, að sogn Gísla.  Enn fremur verður fjallað um lyf og lyfjaverð og talað við Janus Guðlaugsson íþróttakennara um fjölþætta heilsurækt sem hann rekur á Ásvöllum í Hafnarfirði. 

Loks verður litið inn hjá heimaþjónustunni Sinnum í Ármúla og rætt við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur framkvæmdastjóra um þá þjónustu sem eldri borgurum á Höfuðborgarsvæðinu stendur til boða þegar efri árin færast yfir. 

Þátturinn Lífið er lag er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld. Þættirnir verða alls átta talsins sem Hringbraut vinnur í samstarfi við Félag eldri borgara í Reykjavík, Lyfju og ýmsa fleiri úr atvinnulífinu.  Þættirnir snúast um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldri borgara á Íslandi. 

Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson sem áður stjórnaði sjónvarpsþættinum Atvinnulífið.

 

 

Nýjast