Eldlínan: samhljómur í auðlindaumræðu

Greina má meiri samhljóm milli ólíkra stjórnmálafla í auðlindamálum en heyrst hefur lengi í stjórnmálaþættinum Eldlínunni sem verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 23:00.

Eldlínan hefur tekið á nokkrum völdum kosningamálum í vikunni; stöðu heimilanna, stöðu fyrirtækjanna og stöðu flokkakerfisins hér á landi - og í kvöld er komið að umræðu um stöðu auðlindanna með þeim Árna Páli Árnasyni, frá Samfylkingunni, Jóni Gunnarssyni, frá Sjálfstæðisflokknum og Þorsteini Víglundssyn,i frá Viðreisn.

Einhverskonar uppboðsleið á aflaheimildum virðist vera þeim öllum að skapi, allir eru þeeir á móti sölu Landsvirkjunar en sjá þó tækifæri einkaaðila í geiranum - og allir vilja þeeir einhvers konar gjaldstofn í þágu náttúrunnar sem æ fleiri erlendir ferðamenn vilja skoða, hvort heldur hann heitir náttúruverndargjald sem Jón Gunnarsson nefnir til sögunnar, eða gistináttagjald og áfangastaðagreiðsla sem Árni Páll og Þorsteinn nefna. 

Eldlínan er á dagskrá klukkan 23:00 í kvöld.