Ekki verði áfrýjað til yfirdeildar

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn íslenska ríkinu kom ekki öllum á óvart. Margir í lögfræðingastétt, þar á meðal undirritaður, töldu meiri líkur en minni að þetta yrði niðurstaðan. Einnig átti dómurinn ekki að koma stjórnvöldum á óvart þegar hafður er í huga sá forgangur sem dómstóllinn veitti málinu strax í upphafi. Gaf það ákveðnar vísbendingar um að svona gæti farið og gaf fullt tilefni til þess fyrir stjórnvöld að vera klár með viðbragðsáætlun. 

Sumir stjórnmálamenn hafa lagt mikið upp úr því að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni (5-2) auk þess sem „forseti dómsins“ hafi staðið að minnihlutaatkvæði.

Í fyrsta lagi er rétt að halda því til haga að fulltrúi Íslands í MDE, Róbert Spanó, er forseti deildarinnar. Hann víkur hins vegar úr forsetastól þegar kemur að málefnum Íslands. Það var því varaforseti deildarinnar sem var í forsæti í þessu máli og stóð að minnihlutaatkvæðinu.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/skodun/ekki-veri-afrja-til-yfirdeildar-1