Ekki unað við launamun kynjanna

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, verður gestur á Þjóðbraut í kvöld. Þá verður rætt um launamun kynjanna. Hann er mikill og hefur aukist á einstaka stöðum. Ekki síst hjá sveitarfélögunum.

Sveitarfélögin og BHM hafa fundað vegna þessa.  Þar kom fram skýr vilji af hálfu allra til að ráðast að rótum vandans og útrýma kynbundnum launamun á vinnumarkaði. Fundarfólk var sammála um að við þetta yrði ekki unað. Vísbendingar eru um að kynbundin launamunur sé mismunandi milli sveitarfélaga og það þyrfti að greina sérstaklega. Fulltrúar BHM ítrekuðu mikilvægi þess að bandalagið fengi aðgang að launaupplýsingum sveitarfélaganna, líkt og gert er hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Aðeins þannig sé hægt að fá raunhæfa mynd af stöðunni hjá sveitarfélögunum.

Meira um málið á Þjóðbraut í kvöld.