Ekki lengur málsvarar verkalýðsins

Eyjan.dv.is fjallar um

Ekki lengur málsvarar verkalýðsins

Kári hefur grein sína á því að segja frá þingsályktunartillögu sem faðir hans lagði fram um að launamunur í landinu ætti aldrei að vera meiri en svo að þeir sem mest bæru úr býtum hlytu tvisvar sinnum meira en þeir sem minnst fengju.

„Hann byggði þetta á býsna gamalli aflaskiptareglu sem hafði reynst vel á fátæku Íslandi. Ég er nokkuð viss um að hann reiknaði ekki með því að tillagan yrði samþykkt og það má vel vera að hann hafi ekki einu sinni verið á þeirri skoðun að hún væri framkvæmanleg. Kveikjan að tillögunni var hins vegar sú trú að launamunur væri of mikill í landinu, að munurinn á þeim sem áttu og þeim sem áttu ekki væri of mikill og það væri mikil vægt að lítilmagninn ætti rödd á Alþingi.“

Segir Kári og rifjar síðan upp að staðan í stjórnmálum landsins hafi þá verið með allt öðrum hætti en í dag.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/11/kari-segir-felagshyggjuflokkana-ekki-lengur-vera-malsvara-verkalydsins-vera-theirra-valdastol-er-ordin-adfor-ad-theim-sem-minna-mega-sin/

 

Nýjast