Ekki bankarnir, heldur krónan, olli hruninu

Ole Bieltvedt skrifar grein á visir.is

Ekki bankarnir, heldur krónan, olli hruninu

Samkvæmt  Gallup-könnun, sem var framkvæmd á vegum Já-Íslands á dögunum, eru 46% landsmanna fylgjandi því, að hér verði tekin upp evra, en 36% á móti. 18% munu ekki hafa tekið afstöðu. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% landmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti.

Smám saman hafa menn verið að átta sig á því, hvílíkur bölvaldur krónan hefur verið fyrir fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vegna óstöðugleika hennar og sveiflna og þeirrar óvissu og oft gífurlegu áfalla, sem hún hefur leitt yfir landsmenn.

Okurvextir þeir og það greiðsluálag, sem þeir hafa valdið skuldurum landsins, er þá ótalið. Fer vel á því, að staðreyndirnar í kringum krónuna séu greindar og settar fram nú í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá hruni, en það er með ólíkindum, að fáir eða engir skuli hafa fjallað um það, að það var einmitt íslenzka krónan, örmyntin, sem kom okkur í hrunið og eyðilagði líf og efnahagslega stöðu verulegs hluta þjóðarinnar; einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja.

Nánar á

http://www.visir.is/f/skodanir

Nýjast