Ekkert er enn víst

Hvað eiga kjósendur að halda þegar fylgiskannanir sýna svo gjörólíkar niðustöður? Hverju á að treysta?

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur sagt að  skoðanakannanir séu unnar með ólíkri aðferðafræði. Að hluti af sveiflum á milli kannana þurfi ekki að stafa af raunverulegum fylgissveiflum, heldur mismunandi aðferðum við öflun upplýsinga,

Næsta víst er að eftir Flokksþing Framsóknar um helgina verði tölurnar eitthvað öðruvísi. Það má máske taka þessum fylgistölum sem ákveðinni “væntingarvísitölu”, þar sem ekki er enn allt lagt á borðið hjá flokkunum fram að kosningum.

Til að mynda verða formannskosningar hjá Framsókn rétt fyrir hádegi á sunnudaginn. Þá skýrast línur enn um hvaða öfl verða ofaná í flokknum. Ekki að Framsóknarflokkurinn muni skipta sköpum. Það er samt þannig, að pólítískt umhverfi hverfist mikið um stjórnarflokkana, stundum meira en um aðra, t.d. hvort stjórnin sitji áfram. Það liggur í augum uppi að það er ein stóra spurningin. Með góðu fylgi Sjálfstæðismanna og mögulegum sigri Sigurs Inga aukast líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Átökin með Sigurð eru lítil gagnvart Sjálfstæðismönnum.