Einstök menningarnótt 2017

Settning Menningarnætur 2017 fór fram í gær við Veröld - hús Vigdísar. Í ár var Menningarnóttin ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla. Boðið var upp á þrenna stórtónleika. Þá voru yfir eitthundrað tónlistarviðburðir út um alla borg.

Frítt var inn á sýningar og söfn sem buðu upp á fjölbreytta dagskrá fram eftir kvöldi. Harpa bauð upp á afar glæsilega dagskrá. Hlemmur var áherslusvæði Menningarnætur í ár og var loksins opnuð Matarhöllin af því tilefni.

Að venju var frítt í Strætó.

Hátíðarhöldum í miðbænum lauk með flugeldasýningu á sínum stað á Austurbakka klukkan ellefu.

Á Menningarnótt var sérstök áhersla lögð á að fjölskyldur með börn nytu samveru og komu saman í bæinn og fóru heim saman.

 

[email protected]