Einstaklega einbeittur vilji til útúrsnúnings

Varaformaður stjórnar Orkuveitunnar gagnrýnir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sakar stjórn Orkuveitunnar um að hafa tekið óhagstætt lán til þess að geta greitt út arð. Varaformaðurinn sakar borgarfulltrúann um einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings. 
 

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar, hefur gagnrýnt þriggja milljarða króna lán sem Orkuveitan tók í árslok 2016. Hildur segir að lánið hafi verið á óhagstæðum kjörum og verið tekið til þess að gera greitt eigendum arð. Fréttastofa óskaði viðbragða Orkuveitunnar við ásökunum en fékk þau svör að ekki verði veitt viðtal. Orkuveitan sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu Brynhildar Davíðsdóttur stjórnarformanns. Í henni segir að samþykkt hafi verið einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda Orkuveitunnar að reksturinn skuli skila eigendum arði. Hann sé ekki greiddur út nema fjárhagsstaða leyfi og því skilyrði hafi verið fullnægt.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/einstaklega-einbeittur-vilji-til-utursnunings