Eina vonin að spánska löggan gefi sig

Mál Sunnu Elvíru Þorkelsdótur:

Eina vonin að spánska löggan gefi sig

Eina von Sunnu El­viru Þor­kels­dótt­ur um að kom­ast heim til Íslands á næst­unni er sú að lög­reglu­yf­ir­völd á Spáni gefi sig og aflétti far­banni yfir henni. Þetta seg­ir Páll Kristjáns­son, lögmaður henn­ar við mbl.is. Hann tel­ur þó að lög­regl­an á Íslandi geti haft áhrif á stöðuna.

"Ef lög­regl­an ger­ir sann­ar­lega kröfu um að hún komi heim til að svara spurn­ing­um og slíku. Ég held að lög­regl­an gæti beitt sér með þeim hætti. Lög­regl­an hér heima myndi þá á sama tíma tryggja viðveru henn­ar, að hún gæti ekki stungið af. Það er sú pressa sem ég er að setja á lög­regl­una á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Páll í sam­tali við vefinn.

Aðspurður hvort það hann finni fyr­ir því að eitt­hvað sé að liðkast til seg­ir hann það mjög lítið áþreif­an­legt: "Maður verður ekki var við það, en ég vona það.“

Sunna, sem hlaut mænuskaða eft­ir að hafa fallið á milli hæða á heim­ili sínu á Spáni í janú­ar, ræddi sjálf við fjöl­miðla í gær, bæði Morg­un­blaðið og Frétt­blaðið. Í síðar­nefnda viðtal­inu sagðist hún hafa fengið tauga­áfall á spít­al­an­um og í kjöl­farið áttað sig á því að hún yrði á fá hreyf­ingu á mál sitt. Þess vegna ákvað hún að ræða við fjöl­miðla

Nýjast