„ein verstu ótíðindi sem höfundar hafa heyrt“

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, mun á nýju þingi leggja fram frumvarp um beinan stuðning við bókaútgefendur. Lagt er til að þeir fái 25% af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku endurgreiddan. Áform um afnám virðisaukaskatts á bækur, sem lofað var í sáttmála ríkisstjórnarinnar í lok síðasta árs, hafa verið lögð á hilluna. Einar Kárason rithöfundur segir tillöguna aðeins gagnast útgefendum. Virðisaukaskattur á bækur eigi ekki heima á íslenskum markaði.  

„Það er í rauninni algjörlega galið að í litlu málsamfélagi eins og okkar, þar sem markaðurinn er jafn lítill og viðkvæmur, að það skuli vera svona íþyngjandi skattur lagður á þessa grein og við verðum að athuga það að það að það skuli þrífast sjálfstæð bókaútgáfa í 300 þúsund manna samfélagi er talið kraftaverk hvar sem er í heiminum.“

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/ein-verstu-otidindi-sem-hofundar-hafa-heyrt