„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Frettabladid.is

„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Al­þingis­menn eiga að vita betur en að gera upp á milli stjórnar­skrár­varins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi sam­úð með mál­staðnum eða ekki,“ sagði Sig­ríður María Egils­dóttir, vara­þing­maður Við­reisnar, í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í dag. 

Hún segir um­ræðuna um kröfur flótta­fólks, sem mót­mælt hefur á Austur­velli undan­farna daga vegna stöðu þeirra hér á landi, vera á villi­götum á meðal þing­manna. 

„Hér fyrir utan voru haldin frið­sam­leg mót­mæli í nokkra daga, en í stað þess að þing­menn ræddu kröfu­gerðina sjálfa á efnis­legum nótum var varpað fram undar­legum spurningum um hvort mót­mælendur mættu nota kirkju­klósett eða ekki,“ segir Sig­ríður María og vísar þar væntan­lega til ræðu Ólafs Ís­leifs­sonar, þing­manns Mið­flokksins, sem sagði að Dóm­kirkjan hafi sinnt hlut­verki „al­­mennings­­náð­húss“ undan­farna daga. 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/eigum-ekki-a-stilla-folki-upp-a-moti-hvert-oeru

Nýjast