Eignarhald á hvalfjarðagöngum

Ekki hafa átt sér stað formlegar viðræður við Spöl vegna yfirfærslu eiganhalds á Hvalfjarðagöngum til ríkissjóðs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að málið hafi verið til umfjöllunar í samgönguráðuneytinu en ekki hafi verið teknar ákvarðanir enn sem komið er. 

Því hafi engar ákvarðanir verið teknar um gjaldtöku í Hvalfjarðagöngunum ef þeim verður komið í ríkiseigu. Slíkt telur Jón að beri að ræða með hliðsjón af ríkjandi aðstæðum varðandi fjármögnun samgöngumannvirkja almennt.

Jón segir það ljóst að í náinni framtíð mun þurfa önnur göng undir fjörðinn. Það mál er í skoðun. Þá er unnið að mati á kostnaði við gerð slíkra ganga.

rtá