Kona geirfinns átti elskhuga á sama tíma og maður hennar hvarf: „þessi maður var aldrei skoðaður“

Skandall er heimildarmynd í fjórum hlutum um Geirfinnsmálið. Höfundurinn er þýskur blaða- og kvikmyndagerðarmaður Boris Quatram að nafni. Hann furðar sig á að einn þráður hafi ekki verið fylgt eftir við rannsókn málsins. Í ítarlegu viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins undrast hann að maður sem lögregluskýrslur staðfesta að hafi haldið við eiginkonu Geirfinns. Telur hann að sú hlið hafi ekki verið rannsökuð nægilega mikið. Á meðan Boris vann að gerð myndarinnar fann hann Íslendinginn í Þýskalandi. Boris segir:

„Í lögregluskýrslum kemur fram að eiginkona Geirfinns hafi haldið við annan mann þegar maður hennar hvarf. Þessi maður var aldrei skoðaður sérstaklega og ekki tekin af honum formleg skýrsla. Nú er ég ekki að halda því fram að hann hafi vitað eitthvað um málið en hefði ekki í ljósi aðstæðna verið ástæða til að yfirheyra hann vandlega? Mér segir svo hugur að flestir lögreglumenn hefðu gert það, til að eyða allri óvissu. Í svona málum eru elskhugar sjálfsögð slóð að fylgja.“

Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi farið heim til eiginkonu Geirfinnst sunnudagskvöldið 17. nóvember árið 1974 eftir að Geirfinnur hafði farið á dansleik. Maðurinn var hjá konunni til klukkan tvö um nóttina. Þegar von var á Geirfinni til baka  forðaði elskhuginn sér. Geirfinnur hvarf svo tveimur dögum síðar. Elskhuginn flutti svo af landi brott árið 1976 og hefur aldrei komið aftur. Boris hitti manninn svo ásamt Ingvari Þórðarsyni. Maðurinn kemur ekki fram í mynd en áhorfendur fá að heyra í honum.

 „Nú er boltinn hjá lögreglu. Í ljósi þess hvernig Geirfinnsmálið hefur þróast hlýtur hún að vilja ná tali af þessum manni. Hvort sem hann býr yfir gagnlegum upplýsingum eður ei. Hann hefur aldrei verið yfirheyrður að neinu gagni. Hér er augljóslega um nýja slóð að ræða sem gæti verið tilefni til að opna málið að nýju.“

Þá segirBoris á öðrum stað: „Mig grunar að lógískar skýringar séu á hvarfi hans. Líklegast er að um slys hafi verið að ræða; enginn hafi ætlað sér að myrða hann. Mögulega leiddu slagsmál til dauða Geirfinns og líkinu komið svo vandlega fyrir að það hefur aldrei fundist.“