Eigið fé samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs

Hagn­aður Sam­herja vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar var 110,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Sam­herja hf., sem heldur utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, og Sam­herja Hold­ing ehf., sem heldur meðal ann­ars utan um eign­­ar­hluti Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Þetta er brot úr frétt Kjarnans. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Hagn­aður Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hefur þar með numið yfir 112 millj­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síð­asta árs. Hagn­að­ur­inn dróst lít­il­lega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 millj­arðar króna á fyrra árin­u. 

Helstu eig­endur og stjórn­endur Sam­herja eru frænd­­­­urn­ir, for­­­­stjór­inn Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son og útgerð­­­­ar­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­sent í sam­stæð­unni. Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más, á 21,3 pró­sent.

Þetta er brot úr frétt Kjarnans. Hér má lesa fréttina í heild sinni.