Egils sjávarafurðir gjaldþrota

Egils sjávarafurðir á Siglufirði, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. VB.is segir frá en þetta er birt í Lögbirtingablaðinu.

Egils sjávarafurðir er rótgróið fyrirtæki og upphaf þess má rekja til 1921.

Fyrirtækið framleiðir aðallega reyktan lax, graflax og reykta síld. Egils sjávarafurðir rekur rætur sínar aftur til ársins 1921 er Egill Stefánsson hóf að reykja síld á Siglufirði. Þá var síldarævintýrið í algleymingi, einhver mesti uppgangstími í atvinnusögu þjóðarinnar. Egill rak fyrirtækið til dauðadags 1978, en þá tók sonur hans Jóhannes við. Jóhannes féll frá árið 2011 og nýir eigendur sem reka fyrirtækið í dag tóku þá við rekstrinum.

Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru reyktur lax, graflax og reykt síldarflök. Helsta útflutningsafurðin er reyktur lax undir merkjum Icelandic í Bandaríkjunum. Reykti laxinn frá Egils sjávarafurðum þykir einstaklega bragðgóður og mildur hefur hann unnið til verlauna meðal framleiðanda, segir á heimasíðu fyrirtækisins. 

Einkunnarorð fyrirtækisins er:  Það skiptir ekki máli hversu vel eitthvað er gert, það er alltaf hægt að gera betur