Ég varð virkilega hræddur við skrifin mín

Hann hefur einu sinni orðið virkilega hræddur við eigin skrif. Það var þegar hann var að skapa ógeðfellda persónu í einni sinna bóka. Honum leist hreinlega ekki á blikuna. En svo leið það hjá.

Hér erum við stödd í hugarheimi Ragnars Jónassonar sem er að senda frá sér tíundu glæpasögu sína sem gerist, eins og stundum áður, í óttalegu fámenni í litlu þorpi úti á landi - og gott ef það bregður ekki fyrir einhverjum draugagangi í sögunni at arna, Þorpinu.

Hann er sú athyglisverða blanda af manneskju að vera jafnt harður hægrimaður og sískrifandi rithöfundur sem lætur engan dag líða án skrifa milli þess sem hann vinnur hjá öflugu fjármálafyrirtæki úti í bæ.

Og ræturnar eru sterkar, heiman af Siglufirði, af því mikla bókaheimili sem hjónin Guðrún og Ragnar ráku á Hlíðaveginum og hreiðraði systkinin Eddu, Jónas og Ólaf, en sá síðarnefndi átti eftir að verða eingver mikilvirkasti bókaútgefandi landsins.

Sjállfur byrjaði Ragnar skáldsagnaferilinn á því að skrifa niðadimmar smásögur á barnsaldri, sem enduðu allar illa, í besta falli, en fór svo að þýða Agöthu Christy svo árum skipti áður en hann sló í gegn sem höfundur eigin glæpasagna sem hafa selst í yfir hálfri milljón eintaka út um allan heim.

Og hann er sumsé í Mannamáli í kvöld sem byrjar klukkan 20:00.