„ég er mjög hrædd núna“ - uppákoman gæti haft afleiðingar

Hljómsveitin Hatari hélt á fánum Palestínu þegar stigin voru kynnt úr símakosningu Eurovision keppninnar. Vakti þetta hörð viðbrögð áhorfanda og heyrðist vel í salnum að fólk var ekki sátt með þennan gjörning. Kynnir kvöldsins, Gísli Martein Baldursson, sagði í beinni útsendingu að þessi gjörningur gæti haft afleiðingar. Á myndbandi sem Einar Hrafn Stefánsson, einn keppanda, setti á samfélagsmiðla sést hvar starfsmenn keppninnar eru að biðja um að fá fánana afhenda. Á myndbandi sést að starfsmennirnir eru ansi ákveðnir að fá fánana afhenta frá íslensku keppendunum. Heyrist í bakgrunni myndbandsins einn keppanda Íslands segja: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“

Hatari hefur ekki falið skoðanir sínar þegar kemur að deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hafa þeir á fréttamannafundum talað um málefni tengd Palestínu og heimsóttu meðal annars Vesturbakkann fyrir stuttu.

Hér að neðan má sjá myndbandið.