Efta ríkin kortleggja brexit

Ísland, Noregur og Liechtenstein munu hefja sameiginlega kortlagningu á hagsmunum sínum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta var ákveðið á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, og Aureliu Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein í Ósló í morgun.

„Við höfum lagt á það áherslu að EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES móti sér sjálfstæða stefnu gagnvart Bretlandi og ESB þar sem hagsmunir ríkjanna þriggja væru í fyrirúmi. Niðurstaða fundarins í dag er stór áfangi í þeirri vinnu,“ sagði Guðlaugur Þór að fundinum loknum. 

Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins.